






Skilmálar:
​
Aðeins aðilar skráðir fyrir áskrift hafa leyfi til að nýta sér aðgangskóða og aðstöðu AlphaGym 24/7. Bannað er með öllu að lána aðgangskóða.
AlphaGym 24/7 (Sport4You ehf) ber enga ábyrgð á slysum, áföllum, meiðslum eða dauðsföllum sem kunna að verða í aðstöðu AlphaGym eða við not á tækjum.
AlphaGym (Sport4You ehf) ber enga ábyrgð á persónulegum munum viðskiptavina, hvorki tapi né skemmdum á meðan viðskiptavinur dvelur í aðstöðu AlphaGym.
​
Gerist viðskiptavinur sekur, af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, um skemmdir á tækjum, búnaði eða húsnæði AlphaGym (Sport4You ehf), verður viðkomandi að greiða kostnað sem af háttsemi hans hlýst
Viðskiptavinir skulu ganga vel um, bera virðingu fyrir tækjum og sýna öðrum meðlimum tillitssemi og almenna kurteisi.
​
Viðskiptavinur gerir sér grein fyrir því að ekki er alltaf starfsmaður í æfingaraðstöðu AlphaGym.
​
3 mánaðar uppsagnarfrestur er á áskriftarsamningum. Áskriftarsamningar eru ótímabundnir. Segja verður upp áskriftarsamningi með skriflegri beiðni á netfangið alphagym@alphagym.is
Vanefni viðskiptavinur ítrekað greiðsluskuldbindingu sína á umsömdum mánaðarlegu gjaldi er AlphaGym heimilt að setja kröfu sína í innheimtu. Jafnframt falla öll fríðindi og aðgangur viðskiptavinar úr gildi þar til greiðsla hefur verið innt af hendi.
​
18 ára aldurstakmark er í aðstöðu AlphaGym, En 15 ára ef forráðamaður gefi skriflegt leyfi og samþykkir að axla ábyrgð á hegðun og slysahættu.